Geðveikt á Krít
Júlía Björg Thorarensen er átján ára Njarðvíkingur sem var að ljúka sínu öðru ári í FS. Hún ætlar ekkert að pæla í skóla í sumar, bara vinna, skella sér á útihátíðir og í útilegur auk þess að verja tíma með fólkinu sínu. Júlía er í sumarspjalli Víkurfrétta þessa vikuna.
Aldur og búseta? 18 ára og bý í Njarðvík.
Starf eða nemi? Ég var að klára annað árið mitt í FS.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Mjög fínt, byrjaði sumarið á Krít sem var geðveikt en annars er ég búin að vera að vinna mikið sem hefur líka verið mjög fínt.
Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég verð að vinna í Bláa lóninu.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Reyna að njóta sem mest; vinna, skella sér á útihátíðir, útilegur og eyða tíma með fólkinu sínu.
Ætlar þú að ferðast í sumar og hvert þá? Það er allavega ekkert planað eins og er en það gæti breyst.
Eftirlætisstaður á Íslandi? Þingvellir.
Hvað einkennir íslenskt sumar? Vera með vinum og fjölskyldu, ekki pæla í skólanum, vinna mikið og svo auðvitað veðrið sem þar sem það getur verið sól eina stundina og svo komin rigning eftir smá.
Áhugamál þín? Ferðast, elda og vera með vinum og fjölskyldu.
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Ferðast um landið og fara í útilegur.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Held að ég verði í vinnunni þetta árið.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Gott veður og enginn skóli.
Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Hiti á klúbbnum með PBT.
Hvað er það besta við íslenskt sumar? Útihátíðir og sumarbústaða-ferðir.
En versta? Veðrið.
Uppáhaldsgrillmatur? Nautakjöt.
Sumardrykkurinn í ár? Raspberry Blast Nocco.