Geðræktargangan 2011 á morgun
– fyrir alla fjölskylduna
Allir geta misst geðheilsuna einhverntíma á lífsleiðinni. Leggjum áherslu á mikilvægi geðræktar með því að vera sýnileg!
Gengið er frá fánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík klukkan 19:30 mánudaginn 3. október. Gangan er um 1 km, gengið er með kyndla og geðorðum dreift. Gangan endar með hressingu og heitu kakói í húsnæði Bjargarinnar við Suðurgötu í Keflavík.
Allir þátttakendur fá þátttökugjöf.