Garðurinn iðar af lífi
Það var mikið um að vera í Garðinum um helgina enda stendur þar yfir alþjóðleg listasýning þar sem fjölda fólks úr öllum listgreinum lætur ljós sitt skína og skiljur eftir sig spor í formi listsköpunar. Alls eru 46 listamenn sem taka þátt í verkefninu sem kallast Ferskir vindar og er haldið núna í annað sinn og stendur yfir frá 20. maí til 30. júní.
Listamennirnir koma frá frá 16 þjóðum, þar á meðal frá Íslandi. Listafólkið dvelur í Garði og vinnur að list sinni og stendur fyrir allskonar uppákomum, sbr. kynningum á list sinni, tónlistar- og kvikmyndaviðburðum, gjörningum, málþingum og fleira.
Gestir nutu blíðunnar í dag við gamla vitann á Garðskaga.
Meðal sýningarstaða eru báðir vitarnir á Garðskaga.
Gestir fara í skoðunarferðir með listamönnunum í rútu á milli sýningarstaða.
VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson