Garður: Undirbúningur hafinn vegna 100 ára afmælis
Á fundi Bæjarráðs Garðs í gær var samþykkt að hafinn verði undirbúningur til að minnast 100 ára afmæli Garðs, sem sjálfstæðs sveitarfélags. Garður verður 100 ára þann 15.júní 2008.
Í sumar er gert ráð fyrir að haldin verði sólseturshátíð á Garðskaga en slík hátíð var haldin í fyrsta skipti s.l. sumar og þóti takast vel. Á næstunni verður dagsetning fyrir hátíðahöld í sumar ákveðin.
Þá er einnig búið að ákveða að halda stórsýningu í Íþróttamiðstöðinni í haust, þar sem fyrirtæki og handverksfólk í Garði mun kynna sína framleiðslu auk kynningar frá stofnunum. Dagsetning verður ákveðin á næstunni.
Í sumar er gert ráð fyrir að haldin verði sólseturshátíð á Garðskaga en slík hátíð var haldin í fyrsta skipti s.l. sumar og þóti takast vel. Á næstunni verður dagsetning fyrir hátíðahöld í sumar ákveðin.
Þá er einnig búið að ákveða að halda stórsýningu í Íþróttamiðstöðinni í haust, þar sem fyrirtæki og handverksfólk í Garði mun kynna sína framleiðslu auk kynningar frá stofnunum. Dagsetning verður ákveðin á næstunni.