Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Garður: Nýjar bæjarskrifstofur formlega opnaðar
Mánudagur 12. nóvember 2007 kl. 10:09

Garður: Nýjar bæjarskrifstofur formlega opnaðar

Nýjar bæjarskrifstofur í Garði voru formlega opnaðar á föstudaginn en skammt er síðan þær voru fluttar í nýtt og glæsilegt miðbæjarhús að Sunnubraut 4, þar sem Spkef og Samkaup hafa einnig komið sér fyrir.

Skrifstofa hreppsins var flutt á neðri hæð hússins að Melbraut 3 árið 1974 þar sem hún hefur verið þar til nú. Nýja húsnæðið er 440 fermetrar, bjart og rúmgott og öll vinnuaðstaða eins og best verður á kosið.  Þá hefur starfsmaður Menningarsetursins að Útskálum einnig skrifstofuaðstöðu á hæðinni.  Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, gat þess í opnunarræðu sinni að engin leið væri að bera saman aðstöðuna nú og áður, svo mikill væri munurinn.


Mynd/pket: Starfsmenn bæjarskrifstofunnar og gestir þeirra fögnuðu formlegri opnun á föstudaginn.

Á myndinni eru Halla Þórhallsdóttir launafulltrúi, Valdís Sigurbjörnsdóttir, aðalbókari, Margrét Haraldsdóttir ritari, Oddný Harðardóttir 
bæjarstjóri, og
Laufey Erlendsdóttir, forseti bæjarstjórnar.





 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024