Garður: Lyngbraut 4 er verðlaunagarðurinn í ár - myndir
Verðlaunagarðurinn í Garði í ár er að Lyngbraut 4, samkvæmt niðurstöðu umhverfisnefndar. Hann er í eigu Hólmfríðar Magnúsdóttur og Árna Guðnasonar sem hljóta verðlaunin fyrir fallegan og litríkan garð.
Aðrir sem hlutu viðurkenningu voru:
Garðbraut 58 - Þorsteinsína G. Gestsdóttir og Jón Arngrímsson hljóta viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Miðhúsavegur 3 (Garðbær) - Sigurgeir Torfason og Hrönn Bergsdóttir hljóta viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Skagabraut 42 (Varmahlíð) - Heiðar Þorsteinsson og Ingibjörg Gísladóttir hljóta viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Hvatningarverðlaun fengu:
Garðbraut 33 - Margrét Eysteinsdóttir og Leo Reynisson hljóta hvatningarverðlaun fyrir betrumbætur á lóð og umhverfi.
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi:
Björgunarsveitin Ægir hlýtur viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við Gerðaveg 20b.
Hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi götu:
Íbúar við Einholt hljóta hvatningarverðlaun fyrir snyrtiegt umhverfi.
Úr garðinum við Lyngbraut 4. VFmynd/elg.
Garðbraut 33. VFmynd/elg
Garðbraut 58. VFmynd/elg.
Miðhúsavegur 3. VFmynd/elg.
Úr húsagarði við Einholt. VFmynd/elg.