Garður: Átta vikna menningarveisla í undirbúningi
Sveitarfélagið Garður mun iða af menningarlífi í desember og janúar en þá munu 50 erlendir listamenn frá 18 löndum dvelja í bæjarfélaginu í átta vikur við listsköpun af ýmsu tagi. Verkefni listamannanna munu m.a. tengjast starfinu í grunn,- tónlistar- og leikskólum bæjarins. Listamannahópurinn er samsettur af fólki sem fæst við ólíkar listgreinar, s.s. tónlistarmenn, skúlptúristar, listmálarar, kvikmyndagerðarfólk og fleiri.
Verndari verkefnisins er Dorrit Moussaieff, forsetafrú. Verkefnið hefur fengið heitið „Ferkir vindar í Garði“ og verða norðurljósin helsta viðvangsefni listamannanna. Sýningar verða settar upp út um allan bæ og verða þær opnaðar 6. janúar eða á þrettándanum. Verkefnastjóri er Miriam Samper.
Mynd/Oddgeir Karlsson - Sveitarfélagið Garður.