Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Garður: Aldarafmæli fagnað um helgina
Fimmtudagur 12. júní 2008 kl. 15:36

Garður: Aldarafmæli fagnað um helgina

Garður: Aldarafmæli fagnað um helgina

Sveitarfélagið Garður fagnar 100 ára afmæli um helginga og hefur undanfarið mátt sjá mannskap víða um bæjarfélagið að snyrta það og snurfusa af þessu tilefni.  SEEDS hópurinn svokallaði hefur að undanförnu unnið við ýmis umhverfisverkefni í sveitarfélaginu og notaði veðurblíðuna á þriðjudaginn í vinnu við gangstígagerð meðfram sjávarsíðunni.
Vegleg afmælisdagskrá við allra hæfi  verður í boði alla helgina sem hefst á laugardaginn með opnun list- og handverkssýninga. Af þessu tilefni fylgir sérstakur blaðauki Víkurfréttum í dag með viðtölum og fróðleik tengdum sveitarfélaginu.



Annars er dagskrá helgarinnar sem hér má sjá:

Opnun sýninga laugardaginn 14. júní

Kl. 10:00  
Handverkssýning eldri borgara í Auðarstofu að Gerðavegi 1.

Kl. 11:00  
Opnun ljósmyndasýningar á Byggðasafninu. Markaður Gallerí Garður í Vitavarðarhúsinu verður einnig opinn á sama tíma.

Kl. 13:00  
Sýning á málverkum eftir Gunnar Örn á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4.
 
Kl. 14:00  
Sýning í Gerðaskóla á saumuðum myndverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Garðhúsum í Garði. Verkin eru unnin með hliðsjón af teikningum og lýsingum úr íslenskum og erlendum  handritum frá 14., 15. og  16. öld.

Kl. 15:00  
Sýning á portrettmyndum eftir Braga Einarsson í Sæborgu.

Kl. 16:00  
Sýning á verkum myndlistarmannanna Ágústu Malmquist og Ara Svavarssonar á vinnustofu þeirra á Gauksstöðum.

Allar sýningarnar eru opnar til kl. 17:00 nema sýningin á Gauksstöðum sem er opin til kl. 18:00. 


Hátíðardagskrá 15. júní

Kl. 09:00 
Guðsþjónusta að Útskálum.  Séra Björn Sveinn Björnsson.

Kl. 10:00 
Hátíðarfundur bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni.
Afhjúpun lágmynda af heiðursborgurum Garðs verður að loknum hátíðarbæjarstjórnarfundi.
Heiðursborgarar Garðs:
Björn Finnbogason, f. 1903- d.1989
Sigrún Oddsdóttir, f. 1916

 
Kl. 11:00 
Listaverkið Skynjun eftir Ragnhildi Stefánsdóttur afhjúpað við innkomu í bæinn.
Listaverkið Skynjun sýnir ofurháa konu samsetta úr mörgum konum og er táknrænt fyrir allar þær konur sem um aldir hafa horft til hafs og beðið  eiginmanna og sona.

Kl. 14:00 
Hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni.
Söngsveitin Víkingar syngja.  Víkingana skipa kórfélagar úr Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ.

Forseti bæjarstjórnar, Laufey Erlendsdóttir setur hátíðina.

Ávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari syngur.
Bjarni Thor er alinn upp á Melstað í Garði.  Hann  stundaði nám við  Söngskólann í Reykjavík og við Óperudeild  Tónlistarháskólans í Vín.   Að námi loknu var hann ráðinn sem  aðalbassasöngvari  Þjóðaróperunnar í Vínarborg.  Hann hefur einnig  sungið í öðrum  óperuhúsum víðs vegar um heim.

Ávarp bæjarstjóra, Oddnýjar Guðbjargar Harðardóttur.

Frumflutningur á tónverki eftir Áka Ásgeirsson tónlistarmann sem samið er fyrir bæinn á 100 ára afmælisári.  Áki er alinn upp í Garðinum.  Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Garði, Tónlistarskóla Keflavíkur, Tónlistarskóla Reykjavíkur og The Royal Concervatory í Haag.  Hann hefur látið að sér kveða sem tónsmiður og trompetleikari.

Ávarp fjármálaráðherra herra Árna Mathiesen.

Hátíðarlok.  Gestum boðið upp á kaffi og meðlæti.

Að lokinni hátíðardagskrá verða sýningar opnar til kl.20:00.

Garðbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum og beðnir um að draga íslenska fánann að hún sunnudaginn 15. júní, þar sem það er mögulegt.
 

VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024