Garður: Aðventuhátíð á sunnudaginn

Aðventuhátíð Garðs verður haldinn næstkomandi sunndag.
Jólamarkaður verður opnaður í samkomuhúsinu kl. 15:00. Aðventudagskrá hefst í samkomuhúsinu kl. 16 þar sem fram koma Söngsveitin Víkingar, Barnakór Garðs, Margrét Lára Þórarinsdóttir og sunginn verður fjöldasöngur.
Að dagskrá lokinni verður farið að jólatré bæjarins sem stendur á horni Gerðavegar og Garðbrautar þar sem jólaljósin verða tendruð og Særún Ástþórsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugvekju.  Jólasveinar kæta börnin og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur í umsjá Unglingaráðs Víðis.
Sýningin Jól á Byggðasafninu á Garðskaga verður opnuð kl. 18:00.  Þar verða sýndir gamlir munir tengdir jólum og sagðar sögur af jólahaldi.
Gallerý Garðskagi verður opið í Vitavarðarhúsinu og veitingahúsið Flösin selur m.a. gómsæta súpu á góðu verði.
VFmynd/elg - Jólasveinar kæta börnin í Garði á sunnudaginn.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				