Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Garðmönnum gefinn konsertflygill
Mánudagur 23. apríl 2007 kl. 13:56

Garðmönnum gefinn konsertflygill

Nýr konsertflygill, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi, var afhentur unglingaráði Víðis og bæjarbúum í Garði, við hátíðlega athöfn að kvöldi sumardagsins fyrsta. Flygillinn er gjöf einstaklinga og fyrirtækja í Garði og víðar. Hljóðfærið kostar um tvær milljónir króna með öllu, en gjöfinni fylgdi einnig hjóðkerfi í samkomuhúsið í Garði og tónleikar sem fram fóru á sumardaginn fyrsta, þar sem fram kom landslið stórsöngvara og einleikara.

Það var Árni Johnsen sem kom því til leiðar að flygillinn var gefinn í Garðinn. Árni hafði verið á fjáröflunarskemmtun hjá Unglingaráði Víðis í febrúar á síðasta ári þar sem skemmtiatriði fór forgörðum þar sem hljóðfærið í samkomuhúsinu í Garði gaf upp öndina á miðri skemmtun. Árna varð á að orði að útvega þyrfti alvöru hljóðfæri í húsið. Sigurjón Kristinsson, félagsmálatröll í Garði, tók Árna á orðinu og fylgdi því fast eftir að hann útvegaði hljóðfærði. Því var farið í fjáröflun og safnað fjármunum. Það gekk framar vonum, meira að segja svo vel að hringt var í rangt símanúmer, en það gaf 50.000 krónur til málefnisins.

Tónlistarfólkið sem kom fram á vígslutónleikunum var bæði innansveitarfólk úr Garði, sem og landsliðsfólk stórsöngvara og einleikara. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Davíð Ólafsson, Jónas Þórir, píanóleikari og Þorsteinn Gauti píanóleikari.

 


Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

 

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024