Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Garðmenn blása til ljósmyndasamkeppni
Mánudagur 28. október 2013 kl. 14:34

Garðmenn blása til ljósmyndasamkeppni

Sveitarfélagið Garður stendur fyrir ljósmyndasamkeppni nú á haustdögum 2013. Leitað er að bestu myndinni úr Garði og myndefnið verður að vera úr Garðinum. Hver myndhöfundur skilað inn allt að 10 ljósmyndum. Síðasti skilafrestur á myndum er til hádegis föstudaginn 15. nóvember.

Tilgangurinn með ljósmyndasamkeppninni er að gefa almenningi jafnt og atvinnumönnum tækifæri til þátttöku.  Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni og vonast sveitarfélagið til þess að sem flestir njóti þess að taka þátt í samkeppninni, sem er ekki síst til skemmtunar og ánægjuauka.

Myndefni er Sveitarfélagið Garður, náttúran og mannlífið í Garði. Mynd á að vera í lit. Höfundur verðlaunamyndarinnar mun hljóta veglega myndavél í verðlaun. Nánar má lesa um keppnina á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024