Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Garðar Örn hlaut Edduna fyrir íþróttaefni ársins
Sunnudagur 25. september 2022 kl. 10:02

Garðar Örn hlaut Edduna fyrir íþróttaefni ársins

Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson hlaut Edduna, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, fyrir íþróttaefni ársins 2022, Víkingar: Fullkominn endir. Garðar var framleiðandi þáttanna en umsjón, hugmynd og handrit var í höndum Gunnlaugs Jónssonar og kvikmyndataka í höndum Sigurðar Más Davíðssonar, sem jafnframt fá verðlaunin.

Þetta eru önnur Edduverðlaunin sem Garðar Örn vinnur til en árið 2020 fékk hann verðlaunin fyrir „Körfuboltakvöld“. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í flokknum „Íþróttaefni ársins“ voru tilnefndir þættirnir EM í dag, Pepsi Max deildin (Karla & kvenna), Skólahreysti, Undankeppni HM karla í fótbolta og svo Víkingar: Fullkominn endir.

„Víkingar: Fullkominn endir“ eru heimildarþættir í fjórum hlutum. Í þáttunum fá áhorfendur innsýn í síðustu mánuðina hjá Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen sem lögðu skóna á hilluna eftir tímabilið 2021. Það gerðu þeir eftir að Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.