Mannlíf

Ganga um slóðir Einars Ben
Gönguferðir hjá Rannveigu njóta orðið mikilla vinsælda.
Miðvikudagur 29. júní 2016 kl. 11:20

Ganga um slóðir Einars Ben

Í dag, miðvikudaginn 29. júní ætla Reykjanesgönguferðir að ganga frá Herdísarvík, þar sem Einar Benediktsson bjó síðustu ár ævi sinnar, um stórbrotna ströndina með Háaberginu þar má upplifa og sjá hvernig Atlantshafið hefur brotið niður bergið og er að móta strandlengjuna.

Það eru allir velkomnir með í gönguferðina, lagt verður af stað með rútu frá Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ kl 19:00, rútuferðin tekur 40 mínútur en gönguferðin sjálf tekur u.þ.b. 3 klst.
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir. Kostnaður er kr. 1000, en frítt er fyrir 12 ára og yngri

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024