Ganga þvert yfir landið á 30 dögum
Kristín Jóna Hilmarsdóttir í Reykjanesbæ og tvær vinkonur hennar, þær Margrét Hallgrímsdóttir og Anna Lára Eðvarðsdóttir, ætla að eyða heilum mánuði fótgangandi þvert yfir landið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Þær lögðu upp í gönguna löngu á sunnudagsmorguninn en vegalengdin er um 650 kílómetrar. Þær ganga með allt á bakinu en fá vistir sex sinnum á leiðinni.
Þær stöllur eru ekki óvanar krefjandi verkefnum af þessu tagi því fyrir tveimur árum gengu þær á tind Kilimanjaro.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
VFmynd/elg.