Ganga Núpshlíðarháls
Reykjanesgönguferðir í dag
Miðvikudaginn 16. júlí verður verður gönguferð á vegum Reykjanesgönguferða með gestaleiðsögumanninum Guðmundi Ómari Friðleifssyni yfirjarðfræðingur HS Orku hf. Gengið verður uppá Núpshlíðarháls að jarðhitasvæði við Sandfell sagt verður frá jarðfræði þessa svæðis. Ekin verður Djúpavatnsleiðin sunnanfrá um Stóra Hamradal.
Göngutími 2-3 klst. Gengið verður frá stað A - B, semsagt ekki í hring. Brottför með rútu kl. 17:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ. Kostnaður rútufargjald kr. 1.000 pr. mann og eru allir velkomnir. Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir