Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ganga á Þorbjörn í kvöld
Úr göngu Reykjanesgönguferða á Stóra-Hrút fyrr í sumar.
Miðvikudagur 17. ágúst 2016 kl. 10:33

Ganga á Þorbjörn í kvöld

- Síðasta ganga sumarsins hjá Reykjanesgönguferðum

Síðasta gönguferð Reykjanesgönguferða þetta sumarið verður farin í kvöld, miðvikudaginn 17. ágúst. Brottför verður klukkan 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ, og eru allir velkomnir. Gengið verður upp Gyltustíg á Þorbirni. Í toppi fjallsins verður gengið í gegnum tilkomumiklar gjár, komið verður niður við skógræktina á Baðsvöllum þar sem rútan bíður hópsins.

Gangan tekur tvær til þrjár klukkustundir og hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur sem þýðir að þetta er lengri ganga og upp í mót. Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir. Kostnaður í rútu er 1000 krónur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Göngufólk af höfuðborgarsvæðinu getur hitt rútuna við Grindavíkurslaufuna. Nauðsynlegt er að hringja í leiðsögumann í síma 893 8900 til að taka frá sæti. Göngufólk frá Grindavík getur hitt hópinn við rætur Þorbjarnar vestan megin þar sem gengið er upp Gyltustíg.

Nánari upplýsingar um gönguna

Ferðin mun enda hjá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ.
Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eru með í öllum gönguferðum Reykjanesgönguferða og taka þátt í að hafa yfirsýn yfir hópinn, sjá um skyndihjálparviðbrögð, eru ráðgefandi varðandi frávik í göngunni. Ef neyðartilvik verður sér björgunarsveitarfólk alfarið um að stýra aðgerðum.

Göngufólk er hvatt til að nota 112 appið ef það er með það í símanum og kveikja á appinu í upphafi göngu. Appið gefur upp staðsetningu og auðveldar að ná í 112 ef þess gerist þörf.

Göngufólk skal meta eigið líkamlegt atgervi og ekki koma í gönguferð nema það treysti sér til.

Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Leiðsögn fer fram á íslensku.

Aldrei skal yfirgefa hópinn. Hópurinn fer saman af stað og kemur saman til baka.
Ef af einhverjum ástæðum einhver þarf að fara skal láta fararstjóra vita, ástand er metið og viðkomandi fær fylgd til baka eða allur hópurinn snýr við.