Gamlir skólafélagar skoðuðu sig um á Suðurnesjum
Útskriftarárgangur Stýrimannaskólans í Reykjavík frá árinu 1958
Útskriftarárgangur Stýrimannaskólans í Reykjavík frá árinu 1958 kemur saman árlega þann 11. maí. Að þessu sinni hittust félagarnir í Keflavík þar sem byrjað var á því að skoða Duus-húsin þar sem bátasafnið vakti mikla lukku.
Síðan var haldið til Hafna og þaðan lá leiðin í Hvalsnneskirkju og hún skoðuð. Þaðan lá leiðin í sumarbústað Guðmundar Sigurbergssonar og skoðað allt sem hann hefur safnað af gömlum hlutum. Hafsteinn Guðnason lýsti leiðinni og rakti sögu leiðarinnar. Þá var haldið til Sandgerðis og skoðað hið fullkomna fiskverkunarhús Arnar Erlingssonar. Að lokinni skoðun var sest í matsalinn þar sem boðið var uppá súpu. Hana madreiddi alnafni Arnar og sonarsonur sem er nýútskrifaður kokkur úr Perlunni. Súpunni var skolað niður með eðalveigum og loks var haldið á byggðarsafnið á Garðskaga og aftur í Duus-hús þar sem söngur og gleði ríkti fram á kvöld.
Hafsteinn Guðnason. Örn Erlingsson og Jón Berg Halldórsson.