Gamlir bílstjórar fagna með SBK
SBK fagnaði 80 ára afmæli fyrirtækisins um liðna helgi með kaffiboði í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Grófinni 2-4 í Reykjanesbæ. Fjölmargir góðir gestir komu í heimsókn en þar á meðal voru gamlir bílstjórar SBK.
Hér sjáum við nokkra þeirra samankomna en þetta eru f.v. Þórarinn Haraldsson, Valgeir Sighvatsson, Birgir Jónsson, Sveinn Guðnason, Hreinn Ingólfsson og Jón Stígsson í fremri röð. Hreinn er ennþá við akstur hjá SBK.
Á hinni myndinni má sjá f.v.: Einar Steinþórsson, forstjóri Kynnisferða, Steindór Sigurðsson, Hjalti Gústafsson bílstjóri, Sigurður Steindórsson, rekstrarstjóri SBK, Ketill Vilhjálmsson fyrrv. bílstjóri, María Sigurðardóttir og Þóra B. Karlsdóttir, starfsmaður SBK.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson.
--