Gamlinginn fékk ekki gjaldeyrinn
Það er margt sem er eftirminnilegt á aldarfjórðungi í bankastarfsemi enda hefur orðið gífurlega mikil breyting á mörgu“, segir Jón Ólafur Jónsson en hann hætti störfum 30. des. sl. en 5. des. varð hann 65 ára og þá ber starfsmönnum í Íslandsbanka að leggja niður störf í sama mánuði og þeir fagna þessum áfanga.
Jón Ólafur er vel þekktur maður á Suðurnesjum en hann var einn margra Vestfirðinga sem komu til Suðurnesja um miðja síðustu öld!..eða þannig! „Ég var einn af mörgum sem Jósafat Arngrímsson, þekktur kaupsýslumaður þess tíma dró til Keflavíkur“, segir Jón Óli sem hóf störf hjá honum í Kyndli sem þá var ein stærsta og þekktasta verslunin í bítlabænum. Ekki getur blaðamaður sleppt tækifærinu að spyrja Jón Óla um Jósafat en hann hlær við spurningunni. „Hann var skemmtilegur hann Jósi og setti mark sitt á bæinn“, segir Jón Óli en hann starfaði síðar hjá Kaupfélagi Suðurnesja og Fríhöfninni en í nokkur rak hann einnig sportvöruverslunina Sportvík í félagi við Magnús Haraldsson. En síðan eru liðin mörg ár.
Tölvuþekkingin týndist
Jón Óli hóf störf í Útvegsbankanum sem þá var ríkisbanki 1. júlí 1981 og hefði því fagnað 25 ára starfsafmæli í sumar. Hann var lengst af sinn starfsaldur í bankanum sem fyrir nokkrum árum breyttist við sameiningu við Verslunarbanka og Alþýðubanka í Íslandsbanka. En það er ekki hjá því komist að spyrja kappann út í hvað sé eftirminnilegast frá aldarfjórðungnum í bankanum en hann var nánast allan sinn feril í erlendum innheimtum sem voru skrifaðar niður þegar hann hóf störf, já og með penna,..ekki í tölvu en kröfur voru jú vélritaðar. „Ég man ég fór á mínum fyrstu árum á tölvunámskeið en það kom ekki tölva í bankann fyrr en hálfu ári síðar svo sú þekking fór fyrir lítið. Fyrsta tölvan fór inn á skrifstofu útibússtjórans, Elíasar Jóhannssonar og það skipti sér nánast enginn af henni fyrsta hálfa árið. Það sem hefur komið mér samt á óvart í allri tölvuvæðingunni er hvað enn er notaður mikill pappír þó vissulega hafi sú notkun minnkað með heimabönkum og fleiru“. Einhver skemmtileg atvik? „Já, ég gleymi því aldrei þegar það kom tölva í sambandi við erlenda gjaldeyrinn. Tveir mjög gamlir viðskiptavinir gátu ekki fengið afgreiddan gjaldeyrinn úr tölvunni því kennitala þeirra var svo lág, báðir fæddir rétt eftir 1900. Nýja tölvan þoldi ekki svona lágar tölur“, segir Jón Óli og hlær en þetta var fljótlega eftir að gjaldeyrisviðskipti voru gefin frjáls. Lengi vel fram á áttunda áratuginn var einungis hægt að fá gjaldeyri í Útvegsbankanum í Keflavík eða Landsbankanum á Keflavíkurflugvelli því það voru bara ríkisbankar sem höfðu leyfi til að afgreiða dollara, pund og slíkt. Á þeim tíma fór jafnvel meiri gjaldeyrir frá leigubílstjórum á Suðurnesjum sem höfðu miklar dollaratekjur af varnarliðsmönnum. Og á þessum tíma komu kreditkortin, ekki satt? (sjá gamla úrklippu úr VF síðan 1983 hér fyrir neðan).
Kreditkortið sló í gegn
„Þetta var mikil bylting á sínum tíma en við Suðurnesjamenn tókum þessari nýjung auðvitað fagnandi og Eurocard var fyrsta kortið og ég afgreiddi það héðan úr Útvegsbankanum - í stórum stíl. Svo man ég eftir að hafa farið í Áfengisverslunina hér í Keflavík þegar ÁTVR tók loksins við kreditkortum en það er samt ekki svo langt síðan.“
Í frægu gullaldarliði
Jón Ólafur var í hinu fræga gullaldarliði Keflavíkur í fótbolta og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á áratug eða frá 1964 til 1973 og síðan bikarmeistari 1975. Jón Óli var í boltanum langt fram á fertugsaldurinn og þótti skæður framlínumaður en hann var lengst af hægri kantmaður. „Þetta var frábær tími með skemmtilegum félögum“, segir Jón Óli sem hefur síðasta aldarfjórðunginn haldið manninn úti á golfvelli eða um það bil sem hann hóf störf í Útvegsbankanum. Hann hefur m.a. leikið með öldungalandsliðinu og þá hefur hann verið í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja í mörg ár. „Golfíþróttin er frábær íþrótt því hana er hægt að stunda frá unga aldri og fram í ellina“ segir kappinn en sama má segja um snókerinn sem hann hefur líka stundað þó ekki af sama kappi og golfið. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, eða Bagga, eiginkona Jóns Óla verður sextug í sumar og á því nokkur ár enn eftir í sínu starfi í Sparisjóðnum í Keflavík. Hún er dugleg í málaralistinni (sjáiði bara nýju heimasíðuna hennar www.bagga.is) og því hlýtur að vera tilvalið að eiginmaðurinn taki til hendinni komin heim. Er kappinn þá orðin húsmóðirin á heimilinu og hvernig gengur lífið eftir vinnu?
Lélegur í eldhúsinu
„Ég ryksugaði í dag og tók niður jólaskrautið en því miður er ég ekki mikill bógur í eldhúsinu og hræddur um að það verði ekki breyting á því. Annars er ég mjög sáttur við það að vera hættur að vinna og leiðist ekki. Heilsan er fín og það hefur mikið að segja. Nú býður maður bara eftir vorinu til að komast út á golfvöll“, sagði Jón Ólafur Jónsson að lokum.
Jón Ólafur er vel þekktur maður á Suðurnesjum en hann var einn margra Vestfirðinga sem komu til Suðurnesja um miðja síðustu öld!..eða þannig! „Ég var einn af mörgum sem Jósafat Arngrímsson, þekktur kaupsýslumaður þess tíma dró til Keflavíkur“, segir Jón Óli sem hóf störf hjá honum í Kyndli sem þá var ein stærsta og þekktasta verslunin í bítlabænum. Ekki getur blaðamaður sleppt tækifærinu að spyrja Jón Óla um Jósafat en hann hlær við spurningunni. „Hann var skemmtilegur hann Jósi og setti mark sitt á bæinn“, segir Jón Óli en hann starfaði síðar hjá Kaupfélagi Suðurnesja og Fríhöfninni en í nokkur rak hann einnig sportvöruverslunina Sportvík í félagi við Magnús Haraldsson. En síðan eru liðin mörg ár.
Tölvuþekkingin týndist
Jón Óli hóf störf í Útvegsbankanum sem þá var ríkisbanki 1. júlí 1981 og hefði því fagnað 25 ára starfsafmæli í sumar. Hann var lengst af sinn starfsaldur í bankanum sem fyrir nokkrum árum breyttist við sameiningu við Verslunarbanka og Alþýðubanka í Íslandsbanka. En það er ekki hjá því komist að spyrja kappann út í hvað sé eftirminnilegast frá aldarfjórðungnum í bankanum en hann var nánast allan sinn feril í erlendum innheimtum sem voru skrifaðar niður þegar hann hóf störf, já og með penna,..ekki í tölvu en kröfur voru jú vélritaðar. „Ég man ég fór á mínum fyrstu árum á tölvunámskeið en það kom ekki tölva í bankann fyrr en hálfu ári síðar svo sú þekking fór fyrir lítið. Fyrsta tölvan fór inn á skrifstofu útibússtjórans, Elíasar Jóhannssonar og það skipti sér nánast enginn af henni fyrsta hálfa árið. Það sem hefur komið mér samt á óvart í allri tölvuvæðingunni er hvað enn er notaður mikill pappír þó vissulega hafi sú notkun minnkað með heimabönkum og fleiru“. Einhver skemmtileg atvik? „Já, ég gleymi því aldrei þegar það kom tölva í sambandi við erlenda gjaldeyrinn. Tveir mjög gamlir viðskiptavinir gátu ekki fengið afgreiddan gjaldeyrinn úr tölvunni því kennitala þeirra var svo lág, báðir fæddir rétt eftir 1900. Nýja tölvan þoldi ekki svona lágar tölur“, segir Jón Óli og hlær en þetta var fljótlega eftir að gjaldeyrisviðskipti voru gefin frjáls. Lengi vel fram á áttunda áratuginn var einungis hægt að fá gjaldeyri í Útvegsbankanum í Keflavík eða Landsbankanum á Keflavíkurflugvelli því það voru bara ríkisbankar sem höfðu leyfi til að afgreiða dollara, pund og slíkt. Á þeim tíma fór jafnvel meiri gjaldeyrir frá leigubílstjórum á Suðurnesjum sem höfðu miklar dollaratekjur af varnarliðsmönnum. Og á þessum tíma komu kreditkortin, ekki satt? (sjá gamla úrklippu úr VF síðan 1983 hér fyrir neðan).
Kreditkortið sló í gegn
„Þetta var mikil bylting á sínum tíma en við Suðurnesjamenn tókum þessari nýjung auðvitað fagnandi og Eurocard var fyrsta kortið og ég afgreiddi það héðan úr Útvegsbankanum - í stórum stíl. Svo man ég eftir að hafa farið í Áfengisverslunina hér í Keflavík þegar ÁTVR tók loksins við kreditkortum en það er samt ekki svo langt síðan.“
Í frægu gullaldarliði
Jón Ólafur var í hinu fræga gullaldarliði Keflavíkur í fótbolta og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á áratug eða frá 1964 til 1973 og síðan bikarmeistari 1975. Jón Óli var í boltanum langt fram á fertugsaldurinn og þótti skæður framlínumaður en hann var lengst af hægri kantmaður. „Þetta var frábær tími með skemmtilegum félögum“, segir Jón Óli sem hefur síðasta aldarfjórðunginn haldið manninn úti á golfvelli eða um það bil sem hann hóf störf í Útvegsbankanum. Hann hefur m.a. leikið með öldungalandsliðinu og þá hefur hann verið í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja í mörg ár. „Golfíþróttin er frábær íþrótt því hana er hægt að stunda frá unga aldri og fram í ellina“ segir kappinn en sama má segja um snókerinn sem hann hefur líka stundað þó ekki af sama kappi og golfið. Sigurbjörg Gunnarsdóttir, eða Bagga, eiginkona Jóns Óla verður sextug í sumar og á því nokkur ár enn eftir í sínu starfi í Sparisjóðnum í Keflavík. Hún er dugleg í málaralistinni (sjáiði bara nýju heimasíðuna hennar www.bagga.is) og því hlýtur að vera tilvalið að eiginmaðurinn taki til hendinni komin heim. Er kappinn þá orðin húsmóðirin á heimilinu og hvernig gengur lífið eftir vinnu?
Lélegur í eldhúsinu
„Ég ryksugaði í dag og tók niður jólaskrautið en því miður er ég ekki mikill bógur í eldhúsinu og hræddur um að það verði ekki breyting á því. Annars er ég mjög sáttur við það að vera hættur að vinna og leiðist ekki. Heilsan er fín og það hefur mikið að segja. Nú býður maður bara eftir vorinu til að komast út á golfvöll“, sagði Jón Ólafur Jónsson að lokum.