Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gamli ruglaði hundurinn reif upp alla pakkana á aðfangadag
Mánudagur 23. desember 2013 kl. 17:17

Gamli ruglaði hundurinn reif upp alla pakkana á aðfangadag

Jólaspjall VF

Alexandra Sæmundsdóttir er 17 ára Keflvíkingur. Hún nýtur þess að horfa á sem flestar bíómyndir um jólin og borða sem mest af Sörum. Hún reynir sitt besta í eldhúsinu en tekst þó yfirleitt að klúðra bakstrinum.

Fyrstu jólaminningarnar?
„Það hlýtur bara að vera þegar ég var að kafna úr spenningi yfir pökkunum og leika mér úti á sleða.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólahefðir hjá þér?
„Ég horfi alltaf á Jólaósk Önnu Bellu.“

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
„Ég reyni það en mér tekst alltaf að klúðra bakstrinum.“

Jólamyndin?
„Jólaósk Önnu Bellu og The Polar express.“

Jólatónlistin?
„Elska róleg jólalög ensk og íslensk.“

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
„Ég versla heima hér í Keflavík.“

Gefurðu mikið af jólagjöfum?
„Já ég á marga nána vini sem fá alltaf gjöf frá mér.“

Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
„Já, horfi á eins margar bíómyndir og ég get og klára Sörurnar. Mæti svo auðvitað líka í öll ættarboðin.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Örugglega skíðin sem ég fékk frá mömmu og pabba á sínum tíma.“

Hvað er í matinn á aðfangadag?
„Hamborgarhryggur.“

Eftirminnilegustu jólin?
„Gleymi því aldrei þegar gamli ruglaði hundurinn okkar reif upp alla pakkana á aðfangadag.“

Hvað langar þig í jólagjöf?
„Aðallega nýja úlpu og skó.“