Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gamlársbrennur á Suðurnesjum
Þriðjudagur 30. desember 2008 kl. 10:14

Gamlársbrennur á Suðurnesjum



Gamlársbrenna Reykjanesbæjar verður við Helguvík á gamlársdag kl. 16:00.


Garðbúar kveikja í sinni brennu kl. 20:30 á gamla malarvellinum og verður flugeldasýning kl. 21 í boði Sveitarfélagsins Garðs.

Í Vogum verður kveikt í brennunni kl. 20:00. Hún verður staðsett norðan megin við íþróttahúsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðingar tendra í sinni brennu kl. 20 á íþróttasvæði Reynis við Stafnesveg. Flugeldasýning verður boði björgunarsveitarinnar Sigurvonar.


Ekki hefur tekist að nálgast upplýsingar um áramótabrennu í Grindavík.

Brennurnar eru að sjálfsögðu háðar veðri en eins og veðurspáin lítur út núna er ekkert því til fyrirstöðu að kveikja í þeim.