Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Gamlar ljósmyndir úr safni Víkurfrétta fá nýjan tilgang
Sunnudagur 28. september 2008 kl. 11:47

Gamlar ljósmyndir úr safni Víkurfrétta fá nýjan tilgang



Hér á vf.is er byrjaður nýr liður undir heitinu Gamla myndin og er að finna á bloggkerfi vefsins. Þar verða reglulega settar inn gamlar ljósmyndir úr myndasafni Víkurrétta, sem telur einhver þúsund myndir úr rúmlega aldarfjórðungs sögu blaðsins. Það er því á nógu að taka.

Með því að birta þessar myndir á bloggkerfi VF vonumst við til að lesendur vefsins hjálpi okkur að rifja upp hverjir eru á myndunum og við hvaða tækifæi þær voru teknar því þessar upplýsingar eru oft í móðu eftir langan tíma. Lesendur geta því skrifað í athugasemdir með hverri mynd.

Er það von okkar að allir hafi gaman af þessari upprifjun, líka þeir sem eru á myndunum. Ekki er nauðsynlegt að vera innskráður notandi til að taka þátt í umræðu en ætlast er til að fólk skrifi undir nafni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25