Gaman saman í skrúðgarðinum

Skrúðgangan Gaman saman sem fram fór í dag er árlegur viðburður í samstarfsverkefni leikskólans Gimli og Nesvalla.  Börnin á Gimli sækja vini sína á Nesvelli og ganga saman í skrúðgarðinn í Njarðvík þar sem þau syngja saman, fá sér hressingu (heimabakaðar kleinur ásamt drykkjum) og njóta þess að hafa gaman saman. 
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta en fleiri myndir má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta.

VF-myndir [email protected]





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				