Gaman í Grindavík
Fjölskylduhátíð Landsbankan og Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram í gær og var mikið um dýrðir. Pylsur voru grillaðar ofan í mannhafið, hoppukastalar fyrir börnin og Sproti mætti og skemmti krökkunum. Hápunktur fjölskyldudagsins var svo þegar Bárður og Birta tróðu upp og tóku nokkur skemmtileg lög með krökkunum.
Fjölskyldudeginum lauk svo með leik Grindavíkur og Fylkis í Landsbankadeildinni en liðin skildu jöfn 1-1.
Sjá myndasafn frá fjölskyldudeginum hér hægra megin á síðunni undir „Ljósmyndir“
VF-myndir/ [email protected]