Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gaman er að koma í Keflavík
Þriðjudagur 28. febrúar 2006 kl. 14:06

Gaman er að koma í Keflavík

Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna verður haldin í Duus húsum laugardaginn 4. mars.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Gaman er að koma í Keflavík og verður hún sett kl. 10:30.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur sem fjallar um dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríska herinn og Völlinn, Gestur Guðmundsson félagsfræðingur sem fjallar um Kanaskríl í Keflavík, Ameríkaniseringu, þjóðmenningu og sjávarseltu í íslensku rokki og Kristján Pálsson formaður ferðamálasamtaka Suðurnesja sem fjallar um áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suðurnesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna.

Að loknum hádegisverði verður fjallað um sagnir og söfn á Suðurnesjum og innreið og útrás íslenskra dægurlaga.

Skráning á ráðstefnuna er hafin og stendur til þriðjudagsins 28. febrúar. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Fargjald í rútu fram og til baka, auk kynnisferðar um Keflavíkurflugvöll, er 1.000 krónur. Áhugasamir skrái sig hjá Guðna Th. Jóhannessyni, [email protected]  (895 2340) eða Aðalheiði Guðmundsdóttur, [email protected] (868 0306.

Ókeypis kaffiveitingar verða í boði á meðan ráðstefnunni stendur. Þar að auki verður hádegisverður í boði fyrir aðeins 700 krónur  og þríréttaður kvöldverður með kaffi fyrir 3.000 krónur. Boðið er upp á hagstæð gistitilboð fyrir ráðstefnugesti á Hótel Keflavík. Nánari upplýsingar um það fást með fyrirspurn á netfangið [email protected] eða síma 420 7000.

Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar eru: Reykjanesbær, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Iceland Express, menntamálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti.

Mynd: Hljómar frá Keflavík. Fengin af vefsíðunni www.runarjul.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024