Gaman að sjá lífið færast yfir bæinn
Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri HS Veitna.
Hvernig varðir þú sumarfríinu? Ég ákvað að drífa mig loksins af stað í golfið en var þó mest allt fríið í Linz í Austurríki með börnunum mínum og komu einnig fleiri til okkar í heimsókn.
Hvað stóð upp úr? Öll þessi samvera með fjölskyldu og vinum.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Að við sluppum nokkuð vel við áhrifin af náttúruvánni á Reykjanesi svona rétt yfir hásumarið.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands? Já, Skorradalurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hvað ætlar þú að gera í vetur? Ég stefni á nokkuð hefðbundna dagskrá sem gengur út á að ná góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs, gæðastundir með fjölskyldu og vinum og svo er auðvitað planið að ferðast eitthvað út fyrir landsteinana.
Hvernig finnst þér Ljósanótt? Frábær viðburður sem við sem hér búum megum svo sannarlega vera stolt af.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Ég kíki á stemmninguna á fimmtudagskvöldinu og svo með börnin mín á þessa helstu viðburði sem henta þeim yfir helgina.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? Það er erfitt að velja einhverja eina. Það er alltaf gaman að sjá lífið færast yfir bæinn og hitta alla í góðu skapi.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf og skoða allar listsýningarnar.