Gaman að fá í skóinn
Elva Björk Sigurðardóttir er 18 ára stelpa úr Keflavík. Hún á yndislega foreldra sem heita Sigurður og Rannveig en Elva er elst fjögurra systkina. Hún æfir fimleika og elskar dans, snjóbretti, útlönd, ferðast og margt fleira.
Þessa dagana er Elva að vinna á Bitanum og að njóta þess að vera í fríi. Hún er komin í jólafrí frá FS en ætlar að prófa eitthvað nýtt og fara í FG.
Fyrstu jólaminningarnar?
Hvað það var gaman að fá í skóinn líklegast, er með skelfilegt langtímaminni.
Jólahefðir hjá þér?
Spila og myndakvöld með stelpunum, jolaboðin, maturinn, kirkjugarðurinn á aðfangadag, pakkadreifingin og fleira.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Stundum við bakstur, en ekki að elda, haha það yrði eitthvað.
Jólamyndin?
Get ekki valið eina..The Holiday, Christmas Vacation, Santa Claus myndirnar og svo verð ég að segja Jólaósk Önnu Bellu! Mynd sem eg hef horft á um jólin síðan eg man eftir mér.
Jólatónlistin?
“Alone this holiday” með The Used kemur mér í mesta jólaskapið. Annars bara þessi gömlu íslensku.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Verslaði flest allt í Bandaríkjunum. Klára svo restina í Kringlunni bara.
Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Átta stykki.
Ertu vanaföst um jólin?
Mjög svo! Jólaboðin hjá ömmunum, maturinn, myndirnar, ohh hvað ég hlakka til!
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Svo margar góðar. Gleymi aldrei þegar ég fékk pening frá pabba upp í bíl, svo var bara bíll inn í skúr nokkrum dögum seinna.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Það er góð spurning.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggurinn og allt sem honum fylgir.