Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gamall útvarpsþáttur úr Garði verður að heimildarmynd
Skjámynd úr mynd Guðmundar Magnússonar.
Miðvikudagur 4. júlí 2012 kl. 18:20

Gamall útvarpsþáttur úr Garði verður að heimildarmynd

Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður í Garði er að vinna að heimildarmynd um þessar mundirsem er byggð á útvarpsþættinum Dagur í Garðinum eftir Stefán Jónsson. Útvarpsþátturinn, sem er rúmlega klukkustundar langur var tekinn upp árið 1969 en þá var tekið hús á fjölmörgum nafnkunnum Garðmönnum.

Heimildarmynd Guðmundar hefur hlotið nafnið Norðanáttin og stúka. Brot úr fyrri hluta heimildarmyndarinnar hefur verið gert aðgengilegt á myndveitunni Youtube. Seinni hlutinn er í vinnslu, segir á samfélagssíðu fyrir Garðinn á Fésbókinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024