GÁLEYSIÐ DÝRU VERÐI KEYPT
Lögreglan í Keflavík sat ekki auðum höndum í vikunni sem leið. 20 aðilar voru kærðir fyrir að vanrækja að færa bifreiðar sínar til skoðunar og 18 fyrir að aka of hratt. Þá var tikynnt um 13 umferðaróhöpp og lögreglan þurfti í 9 tilvikum að hafa afskipti af unglingum vegna brota á útivistarreglum. Fjórir aðilar reyndust ekki hafa vit á því að láta akstur bifreiða eiga sig eftir áfengisneyslu og eru nú grunaðir um meinta ölvun við akstur. Skv. reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum skv. þeim kostaði vikan almenning a.m.k. kr. 311.000,-. Jákvæðu fréttirnar eru að borgi „borgarinn“ skuldina innan við 30 dögum frá dagsetningu sektarboðs eða undirritunar sektargerðar fær hann 25% afslátt af sektarfjárhæðinni.