Gáfu Stóru-Vogaskóla gítara
Stóru-Vogaskóli fékk góða gjöf sl. föstudag þegar forsvarsmenn Lionsklúbbsins Keilis í Vogum komu færandi hendi með tvo gítara. Þeir eru ætlaðir til notkunar fyrir eldri bekkina í rýminu sem er ætlað þeim, en það voru þeir Klemens Óli Sigurbjörnsson og Alexander Róbertsson sem tóku við gíturunum fyrir hönd skólans.
Eftir að þeir höfðu tekið við gíturunum tóku þeir lítið lag fyrir viðstadda á samverstund í Vetrarsal skólans. Þeir eiga eflaust að koma að góðum notum og þökkuðu forsvarsmenn skólans kærlega fyrir gjöfina.
Mynd: Formaður Lionsklúbbsins Keilis, Bergur Álfþórsson, og Anný Helena Bjarnadóttir, varaformaður, ásamt þeim Klemens og Alexander.
Eftir að þeir höfðu tekið við gíturunum tóku þeir lítið lag fyrir viðstadda á samverstund í Vetrarsal skólans. Þeir eiga eflaust að koma að góðum notum og þökkuðu forsvarsmenn skólans kærlega fyrir gjöfina.
Mynd: Formaður Lionsklúbbsins Keilis, Bergur Álfþórsson, og Anný Helena Bjarnadóttir, varaformaður, ásamt þeim Klemens og Alexander.