Gáfu rúmar 11 þúsund krónur til Rauða Krossins
Þessar fjórar vinkonur tóku sig til á dögunum og efndu til hlutaveltu til styrktar Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands. Afrakstur hlutaveltunnar varð 11,059 krónur sem þær stöllur hafa afhent deildinni. Þær heita talið frá v.: Elísabet Diljá Steinarsdóttir, Eydís Ósk Símonardóttir, Helga Sif Árnadóttir og Paula Kurkowska.