Gáfu Ragnarsseli þrjár tölvur
Foreldrafélag Ragnarssels og Opin kerfi gáfu dagvistuninni Ragnarsseli þrjár tölvur og voru gjafirnar afhentar formlega í gær. Tölvurnar koma að mjög góðum notum og þá sérstaklega þar sem starfseminni var nýlega skipt upp í tvær deildir og börnum í vistun hefur fjölgað töluvert. Nú eru starfræktar einhverfu- og þroskahömlunardeild annarsvegar og hreyfihömlunar- þroskahömlunardeild hinsvegar í Ragnarsseli.