SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Gáfu leikföng til fjögurra leikskóla
Nemarnir àsamt Gunnari Valdimarssyni kennara og Kristjàni Ásmundssyni skólameistara FS. Mynd af Facebook síðu FS.
Miðvikudagur 3. desember 2014 kl. 11:38

Gáfu leikföng til fjögurra leikskóla

Fulltrúar Smíðasmiðjunnar í FS komu færandi hendi.

Nemendur í Smíðasmiðju Fjölbrautaskóla Suðurnesja komu færandi hendi á leikskólana Vesturberg, Hjallatún og Holt í Reykjanesbæ og Sólborg í Sandgerði. Nemendurnir höfðu smíðað fjölda leikfanga, svo sem gröfur, hlaupahjól, lestarvagna, dúkkurúm og formapúsl. 

Hefð er orðin hjá Smíðasmiðjunni að afhenda leikskólum á Suðurnesjum leikföng sem smíðuð hafa verið á hverri önn. 

Á meðfylgjandi myndum eru nemarnir àsamt leikskólabörnum.
 
 
Dubliner
Dubliner