Gáfu leikföng til fjögurra leikskóla
Fulltrúar Smíðasmiðjunnar í FS komu færandi hendi.
Nemendur í Smíðasmiðju Fjölbrautaskóla Suðurnesja komu færandi hendi á leikskólana Vesturberg, Hjallatún og Holt í Reykjanesbæ og Sólborg í Sandgerði. Nemendurnir höfðu smíðað fjölda leikfanga, svo sem gröfur, hlaupahjól, lestarvagna, dúkkurúm og formapúsl.
Hefð er orðin hjá Smíðasmiðjunni að afhenda leikskólum á Suðurnesjum leikföng sem smíðuð hafa verið á hverri önn.
Á meðfylgjandi myndum eru nemarnir àsamt leikskólabörnum.