Gáfu HSS blóðtökustól
Heilsugæsla HSS í Grindavík fékk góða gjöf í dag þegar kvefélagskonur úr bænum komu færandi hendi með veglegan blóðtökustól.
Stóllinn góði verður notaður á rannsóknardeild og er hugsaður fyrir þá skjólstæðinga heilsugæslunnar sem koma til að láta taka sér blóðsýni. Ættu þeir nú að geta látið fara vel um sig á meðan blóðtökunni stendur.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði innilega fyrir hönd stofnunarinnar. Sagði hún að stóllinn væri mjög mikilvægt tæki og þakkaði kvenfélagskonum sérstaklega fyrir hlýhuginn.
VF-mynd/Þorgils - Kvenfélagskonur ásamt fulltrúum HSS við stólinn góða.