Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gáfu Hlévangi hjólastól
Miðvikudagur 14. júní 2006 kl. 16:09

Gáfu Hlévangi hjólastól

Dvalarheimilinu Hlévangi barst góð gjöf í dag þegar Lionessur í Keflavík afhentu nýjan hjólastól með ýmsum fylgihlutum.
Aðalheiður Valgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Hlévangi, veitti gjöfinni viðtöku og sagði við það tilefni að mikil þörf hafi verið fyrir stólinn. Hún þakkaði Lionessum kærlega fyrir gjöfina sem á án efa eftir að nýtast vel.
Lionessur sögðu að það væri þeim mikil ánægja að geta orðið að liði og þökkuðu um leið þeim fyrirtækjum og einstaklingum msem lögðu þeim lið með því að festa kaup á sælgætiskrönsunum sem þær selja fyrir hver jól og eru langstærsta tekjulind þeirra.

VF-mynd/Þorgils: Áslaug Hilmarsdóttir og Ingibjörg Elíasardóttir afhentu gjöfina fyrir hönd Lionessa og Aðalheiður og María Harðardótir, deildarstjóri, veittu henni viðtöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024