Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gáfu Brimfaxa öryggisvesti fyrir unga knapa
Einar Bjarnason, frá Lionsfélaginu, ásamt Hilmari Knútssyni frá Brimfaxa og ungum knöpum sem mátuðu vestin og félagsmanninum/móðurinni.
Fimmtudagur 30. janúar 2014 kl. 10:23

Gáfu Brimfaxa öryggisvesti fyrir unga knapa

- Vestin voru afhent á framhaldsaðalfundi Brimfaxa.

Lionsfélag Grindavíkur og Kvenfélag Grindavíkur gáfu nýverið Hestamannafélaginu Brimfaxa öryggisvesti fyrir börn. Lionsfélagið gaf fjögur vesti merkt félaginu fyrir yngstu börnin og Kvenfélagið gaf þrjú vesti fyrir þau eldri. Vestin voru afhent á framhaldsaðalfundi Brimfaxa.

Öryggisvesti ekki almenn eign

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forsaga málsins er sú að haustið 2013 kom félagsmaður Brimaxa að tali við æskulýðsnefnd um öryggi barna á hestbaki. Þar sem félagsmaðurinn er móðir og börn hennar stunda hestamennsku mikið voru öryggismál hennir ofarlega í huga og þá notkun barna á öryggisvestum. Öryggisvesti eru ekki almenn eign og því er gríðarlegur ávinningur að allir ungir knapar hafi aðgengi að vestum sem eykur öryggi barna í hestaíþróttinni.

Ýmsir lögðu sitt á vogarskálarnar

Formaður æskulýðsnefnar tók vel í málið og fór að vinna í því að fá styrki til að kaupa öryggisvesti fyrir Brimfaxa sem myndu verða aðgengileg fyrir alla félagsmenn af yngri kynslóðinni. Lionsklúbburinn í Grindavík og Kvenfélag Grindavíkur sáu sér fært um að leggja þessu góða málefni lið en þeim þótti þetta hafa mikið forvarnar- og öryggisgildi fyrir börn. Verslunin Hestar og menn voru með tilboð á vestum og gáfu þeir 5% aukaafslátt til Brimfaxa.

Hópurinn ásamt fulltrúum Kvenfélagsins.