Gáfu bekk til minningar um bekkjarfélaga og vin
Árgangur 1978 úr Njarðvíkurskóla gaf færði skólanum steyptan bekk til minningar um bekkjarfélaga sem lést á síðasta ári. Bekkurinn Klettur varð fyrir valinu sem minningargjöf því Gísli Þór var ákaflega traustur og mikill klettur í sínum vinahópum, segir á heimasíðu skólans.
Á sínum yngri árum átti Gísli Þór margar góðar stundir með sínum vinum og félögum á skólavellinum við Njarðvíkurskóla, þar sem hann spilaði bæði körfubolta og fótbolta af mikilli innlifun, og því var minningarbekknum fundinn staður á skólavellinum við Njarðvíkurskóla.
Er það von gefenda að sem flestir gefi sér tíma til að tylla sér á bekkinn og hugsa um gamlar og góðar stundir, segir í kveðju frá Árgangi 1978.
Klettur bekkur, sem framleiddur er af Steypustöðinni, hefur ríkjandi línur og lágt bak sem gerir það að verkum að bekkurinn fellur vel að umhverfi sínu. Engir tveir bekkir koma nákvæmlega eins út úr framleiðslu og er því hver bekkur einstakur.