Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gáfu 1,3 milljónir til fatlaðra
Fimmtudagur 18. júlí 2013 kl. 08:59

Gáfu 1,3 milljónir til fatlaðra

Myndasafn frá skötumessu í Garði

Um 400 manns mættu í skötumessu í Garðinum í gær og gæddu sér á skötu og öðrum kræsingum. Eins og í hin skiptin sex sem messan hefur verið haldin safnaðist töluvert fé sem rennur m.a. til einstaklinga, félags geðfatlaðra og fatlaðra. Að þessu sinni söfnuðust 1,3 milljónir króna.

„Meðal þeirra einstaklinga sem við styrktum var kona sem er að mennta sig í ráðgjöf fyrir geðfatlaða og geðfötluð stúlka sem við gáfum borðtölvu, þá afhentum við blindri stúlku sem er hrifinn af tónlist ipod. Við styrktum fatlaða konu sem hefur misst tvo drengi og verður sextug seinna í sumar og ætlaði að halda uppá daginn með myndlistarsýningu. Við styrktum sýninguna um 100 þúsund krónur,“ segir Ásmundur.Friðriksson alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garði í samtali við blaðamann. Ásmundur var mjög ánægður með hvernig til tókst en hann stendur að veilsunni ásamt góðu fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá má veglegt myndasafn frá Garðinu á ljósamyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.