Föstudagur 17. ágúst 2007 kl. 11:01
				  
				Gaf þroskahjálp tvo leikfangabíla
				
				
				
 Sigurvin Jón Kristjánsson, Sissi í Bílahorni Sissa, kom á dögunum færandi hendi til Ragnarssels, dagvistar Þroskahjálpar á Suðurnesjum.
Sigurvin Jón Kristjánsson, Sissi í Bílahorni Sissa, kom á dögunum færandi hendi til Ragnarssels, dagvistar Þroskahjálpar á Suðurnesjum. 
Afhenti hann tvær leikfangabifreiðir til afnota fyrir börnin í Ragnarsseli. Ljóst var af viðbrögðum krakkanna að bílarnir féllu vel í kramið hjá þeim.