Gaf Bókasafni Reykjanesbæjar allar bækur sínar
Vildi tryggja aðgengi til árangurs í talþjálfun barna.
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur kom færandi hendi í Bókasafnið á dögunum og gaf safninu allar bækur sínar og dvd disk um hljóðmyndun og talþjálfun barna. Henni er mikið kappsmál að aðgengi að verkunum sé tryggt á Bókasafninu svo börnin nái árangri í tali og gaf tvö til þrjú eintök af hverju. Bækur Bryndísar eru stöðugt í útlánum og því þörf á fleiri eintökum. Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður safnsins og Kolbrún Björk Sveinsdóttir deildarstjóri barna- og unglingastarfs veittu gjöfinni viðtöku.
Bryndís og Stefanía.