Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gætir gestanna bæði á landi og sjó
Föstudagur 1. september 2017 kl. 07:00

Gætir gestanna bæði á landi og sjó

-Stefán Örn Ólafsson vill að bæjarbúar hjálpist að svo helgin gangi sem best fyrir sig

Við hvað starfar þú?
„Ég vinn í gæslu hjá Bláa Lóninu en við notumst yfirleytt við „lifeguard“ sem starfsheiti.“

Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt?
„Á Ljósanótt verð ég í verkefnum með björgunarsveitinni Suðurnes, sem sér um lokanir, sjúkra- og öryggisgæslu og flugeldasýninguna. Hjá okkur rauðstökkum byrjar undirbúningurinn mánuðum fyrir sjálfa Ljósanótt en gæslan byrjar snemma á föstudeginum þegar við fylgjum sunddeild ÍRB í sjósundi frá Víkingaheimum til Keflavíkurhafnar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári?
„Ég hef verið í gæslu á Ljósanótt í fimm ár en ég reyni alltaf að komast heim í kvöldmat með fjölskyldunni. Kjúklingasúpan hennar mömmu er yfirleitt í matinn.“

Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt?
„Tillitssemi og samhug. Þótt lokanir á og í kringum Hafnargötuna geti valdið óþægindum þá eru þær til þess að tryggja öryggi gesta á hátíðinni og við verðum bara öll að hjálpast að til þess að helgin gangi sem best.“

Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á?
„Ég næ að fylgjast vel með allri útidagsskrá á Ljósanótt í gæslunni en ég hef sérstaklega gaman af handverksbásunum og flugeldasýningunni.“