Gæsir og steggir á kjördag
Kjósendur nota oft tækifærið á kjördegi að gera eitthvað skemmtilegt. Þessir tveir hópar mættu á kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, annars vegar ungar konur að „gæsa“ Ágústu Evu vinkonu sína og síðan voru ungir herramenn í stuði með Kókómjólkur-Klóa, Guðna Frey Róbertssyni, sem útbýtti drykknum góða til kjósenda í skemmtilegri steggjun. VF-myndir: Páll Ketilsson