Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gærur, glimmer og gaddavír á hátíðartónleikum í Andrews á Ljósanótt
Mánudagur 16. apríl 2012 kl. 10:50

Gærur, glimmer og gaddavír á hátíðartónleikum í Andrews á Ljósanótt

Með blik í auga II


Gærur, glimmer og gaddavír er yfirskrift hátíðartónleika Ljósanætur í ár og halda þeir félagar Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson tímaferðalaginu áfram þar sem frá var horfið á síðasta ári en nú skulu tekin fyrir lög og tíðarandi áratugarins 1970 - 1980.

„Sýningin Með blik í auga hlaut frábærar viðtökur áhorfenda á síðustu Ljósanótt en við ætlum að gera enn betur núna,“ segja þeir Arnór og Kristján sem bera hitann og þungann af öllum undirbúningi.

Flutt verður tónlist áratugarins og má þar nefna Ríó tríó, Mána, Loga, Magnús og Jóhann, Brunaliðið og Brimkló og verður umgjörð sýningarinnar öll hin glæsilegasta.
Þátttakendur komu saman í Andrews leikhúsinu í vikunni til þess að hefja undirbúning en alls taka yfir 30 söngvarar og hljóðfæraleikarar þátt í sýningunni, allir af Suðurnesjum. Meðal flytjenda má nefna Valdimar Guðmundsson, Fríðu Dís Guðmundsóttur og sigurvegara söngvakeppni Samfés, Melkorku Rós Hjartardóttur.
Arnór mun stjórna hljómsveitinni af sinni alkunnu snilld en Kristján á heiðurinn af handriti og mun leiða gesti í gegnum áratuginn í tali og myndum.

Að þessu sinni verður riðið á vaðið í upphafi Ljósanætur og verður frumsýning miðvikudaginn 29. ágúst. Alls verða haldnir fernir tónleikar en þeir félagar lofa mikilli upplifun.

Miðasala verður á midi.is og hægt verður að fylgjast með viðburðinum frekar á facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024