Fyrstu vortónleikar Víkinganna á morgun
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika þann 7.- 8. og 9. maí nk. Efnisskráin er létt og skemmtileg, blanda af íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Suðurnesjamenn eru hvattir til að koma og hlýða á söng Víkinganna.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Mánudaginn 7. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl 20
Þriðjudaginn 8. maí í Duushúsum í Reykjanesbæ kl 20
Miðvikudaginn 9. maí í Gerðaskóla kl 20
Miðaverð er kr. 1500-
Stjórnandi er sem fyrr Sigurður Sævarsson.
Bassaleikari Rebekka Björnsdóttir.
Gítar Vignir Bergmann.
Harmonikka Einar Gunnarssson.
Slagverk Þorvaldur Halldórsson.