Fyrstu gestir Salty Tours
Þorsteinn Gunnar Kristjánsson, eigandi Salty tour, kom með fyrstu gesti sína í Saltfisksetrið um helgina.Á vefsíðu Grindavíkurbæjar segir að Salty tour séu skipulagðar ferðir frá Bláa Lóninu til Grindavíkur þar sem boðið er uppá skemmtilega og fræðandi ferð um Grindavík með megináherslu á upplifun í útgerðarbæ.
Gestir hafa svo viðkomu í Saltfisksetrinu og er innifalið saltfisksmakk.
Mynd/ www.grindavik.is Fyrstu gestirnir voru frá Skotlandi, bæjarstjóri og frú og líkaði vel.






