Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrstu fisktæknarnir útskrifaðir
Mynd frá útskriftinni. Með þeim Hafdísi og Svanhvíti á myndinni eru Nanna Bára Maríasdóttir, kennari og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari. Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
Fimmtudagur 10. júlí 2014 kl. 09:22

Fyrstu fisktæknarnir útskrifaðir

- Fisktækniskóla Íslands.

Svanhvít Másdóttir og Hafdís Helgadóttir luku fyrir skömmu námi frá Fisktækniskóla Íslands sem fisktæknar. Þær höfðu innritast á brautina síðastliðið haust á grundvelli raunfærnimats sem gengur út á það að meta reynslu starfsmanna í ákveðinni starfsgrein til áfanga og til eininga á framhaldsskólastigi.

Báðar hafa þær Svanhvít og Hafdís víðtæka reynslu úr fiskvinnslu. Þessi reynsla nýttist þeim til mats á áföngum Fisktæknibrautar. Það sem útaf stóð samkvæmt námskrá, tóku þær síðan nú á vorönn og luku því formlega námi sem fisktæknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024