Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsti trommuleikarinn sem er bæjarlistamaður
Fimmtudagur 13. mars 2014 kl. 16:33

Fyrsti trommuleikarinn sem er bæjarlistamaður

- Glæsileg Menningarvika í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar

Halldór Lárusson trommuleikari verður útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur við setningu Menningarviku næsta laugardag. Hann er fyrsti trommuleikari landsins sem fær slíka nafnbót eftir því sem næst verður komist.

Menningarvika Grindavíkur, sem nú er haldin í sjötta sinn, verður óvenju glæsileg í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar. Dagskráin er fjölbreytt en hápunktur hennar eru risatónleikar í íþróttahúsinu 22. mars sem settir  voru sérstaklega saman í tilefni afmælisins. Þar sameinast á sviði í fyrsta sinn Fjallabræður, Jónas Sig og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Allt um Menningarvikuna má lesa hér: http://www.grindavik.is/menningarhatid