Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fyrsti trommari á Íslandi sem er bæjarlistamaður
Halldór Lárusson, bæjarlistamaður Grindavíkur í ár.
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 09:24

Fyrsti trommari á Íslandi sem er bæjarlistamaður

Setning Menningarviku í Grindavík um helgina.

Halldór Lárusson er fyrsti trommuleikarinn á Íslandi sem hlotnast heiðurinn og útnefninguna bæjarlistamaður, en hann var heiðraður við setningu Menningarviku í Grindavíkurkirkju um helgina.

Setningin var með norrænu ívafi því tónlistaratriði voru frá Svíþjóð, Færeyjum og Grindavík. Eftir setninguna var boðið upp á alþjóðlegt veisluhlaðborð.

Hátíðleiki var yfir setningarhátíðinni sem tókst vel að sögn viðstaddra. Kynnir var Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tók Guðfinna Magnúsdóttir, en þær voru birtar á vefsíðu Grindavíkurbæjar.