Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsti skóladagurinn í Hópsskóla í Grindavík
Mánudagur 4. janúar 2010 kl. 12:43

Fyrsti skóladagurinn í Hópsskóla í Grindavík

Nýr grunnskóli í Grindavík, Hópsskóli, tók formlega til starfa í morgun. Þá mættu starfsfólk og nemendur til starfa en flestir foreldrar fylgdu börnum sínum alveg inn í skólann. Nemendur í Hópsskóla þessa fyrstu önn eru í 1. og 2. bekk. Maggý Hrönn Hermannsdóttir skólastjóri heilsaði öllum nemendunum og foreldrum þeirra með handabandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendurnir fóru í sínar stofur með töskurnar en síðan var þeim öllum safnað saman á sal þar sem Maggý Hrönn sagði þeim sögu og síðan var samsöngur. Ætlunin er að hefja skóladaginn ávallt með morgunsöng í Hópsskóla.

Að sögn þeirra foreldra sem rætt var við í morgun voru börnin þeirra mjög spennt að fara í nýjan skóla. Þegar nemendurnir voru komnir inn í stofurnar var augljóst að þeir voru mjög hrifnir og einn nemandi orðaði það svo að ,,þetta er geðveikt flottur skóli."

Myndirnar voru teknar í Hópsskóla í morgun á fyrsta starfsdegi skólans. Nánar á www.grindavik.is