Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fyrsti kvenprófessor á Íslandi frá Vatnsleysuströnd
    Margrét Guðnadóttir.
  • Fyrsti kvenprófessor á Íslandi frá Vatnsleysuströnd
Mánudagur 10. mars 2014 kl. 09:30

Fyrsti kvenprófessor á Íslandi frá Vatnsleysuströnd

- Þróaði aðferð til að drepa veiru sem er náskyld eyðniveirunni.

„Þetta er eiginlega mesta undrun á þessari löngu ævi að það var hægt að útrýma kvikindinu svona,“ sagði Margrét Guðnadóttir, í þættinum Brautryðjendur á RÚV í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir ræddi við Margréti, sem fyrst íslenskra kvenna var skipuð prófessor. Margrét er fædd árið 1929 og ólst upp á Vatnsleysuströnd; dóttir ekkils sem flutti þangað með fjögur börn og kynntist síðar móður Margrétar og eignaðist með henni tvö börn.

Með kvikindinu á Margrét þarna við visnuveiruna sem er mjög lík eyðniveirunni. Hún þróaði aðferð til þess að drepa visnuna. „Þó að þessar veirur séu skyldar þá er ekki víst að þær hagi sér alveg eins. „Ég er búin að rækta visnuna í hálfa öld en hef aldrei unnið með eyðniveiruna. Núna langar mig að komast í kompaní með einhverjum sem hefur ræktað eyðniveiruna. Það er svolítið freistandi að athuga hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðina,“ segir Margrét í viðtalinu. Fjórtán ár eru síðan Margrét lét formlega af störfum sem prófessor en mætir enn til vinnu á hverjum degi. Fyrir tveimur árum var birt eftir hana grein í alþjóðlegu tímariti þar sem hún greinir frá stórmerkilegum niðurstöðum nýjustu rannsóknar sinnar, sem hún hefur unnið að síðustu 20 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varðandi skipun í stöðu prófessors á sínum tíma sagði Margrét: „Mér var nú eiginlega ekki tilkynnt þetta. Það var á laugardagsmorgni sem útvarpið hringdi í mig og vildi fá viðtal við mig af því að það var verið að skipa mig sem prófessor,“ sagði Margrét.

Margrét ber skólanum sem hún gekk í á Vatnsleysuströnd góða sögu og var afburðarnámsmaður. Um fermingu fór hún í undirbúningsnám og inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. Á þeim tíma komust bara 25 að á hverju ári í skólann. Þar hófst hennar glæsti ferill.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Myndir: Skjáskot af vef RÚV.